Halló Þjóðkirkja. Þyrftu sumir að fara að skafa úr eyunum eða hvað?
Hvernig hljómar nú aftur annað boðorðið?
Jú: Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.
Ekki satt?
Og hvað gerið þið pokaprestar og roðhæsn? Bjóðið upp á árlega hégómavertíð, þar sem krökkum er lofað tölvum og æpoddum og allskonar húmbúkki öðru, út á það að gúlla í sig einni obblátu með vondu víni.
Ekki nóg með það, heldur er þessi volaða hlutleysiskirkja ykkar rekin með skatttekjum þjóðar sem hreinlega gengur á innantómri yfirborðsmennsku. Gerið þið ykkur grein fyrir því, landeyðurnar ykkar að þessi fégíruga ríkisstjórn hefur mulið undir kirkjuna með því að leyfa það að árnar sem ÉG, Drottinn hersveitanna skapaði, séu virkjaðar í þágu viðbjóðslegra stórfyrirtækja sem svo sannarlega hafa unnið mínum minnstu bræðrum skaða. Kárahnjúkavirkjun reis án þess að kirkjan sæi einu sinni sóma sinn í því að afþakka frekari ríkisstyrki og nú þegar allt útlit er fyrir að Landsvirkjun takist áð láta viðurstyggð eyðingarinnar ríða yfir Þjórsárver, þá bara haldið þið áfram að blogga eitthvert kærleiksklístur.
Viljayfirlýsing dagsins er þessi:
Ég vil að þið steinhættið þessu hégómarunki úti um allan bæ. Slítið þegar í stað samband ríkis og kirkju svo kirkjan sé örugglega ekki rekin fyrir fé sem er aflað í þágu hégómleikans með misgeðslegum aðferðum. Og neitið að ferma börn nema þau séu sannkristin og eigi engan hégóma í vændum fyrir að skrá sig.
Thursday, July 17, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Spurning um að endurvekja gamla saltstöpla-trikkið?
Post a Comment